Þín rödd skiptir máli

Í síðustu viku fóru fram fimm íbúarfundir þar sem íbúar fengu kynningu á drögum að stöðugreiningu og forsendu fyrir sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Í framhaldinu gafst þátttakendum á fundinum tækifæri til að hafa áhrif á stöðugreininguna, forsendu fyrir sameiningu og framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag komi til sameiningar. 

Samstarfsnefndin hefur ákveðið að gefa íbúum lengri tíma til að koma með ábendingar við umrædda stöðugreiningu og forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Þannig geta þau sem ekki komust á íbúafundina einnig fengið tækifæri til að tjá sig um sameiningu sveitarfélaganna áður en samstarfsnefndin skilar endanlegu áliti til sveitarstjórna síðar í júní.

Hér má nálgast drög að stöðugreiningu og forsendu fyrir sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar sem farið var yfir á fundinum.

Íbúar þurfa að fara inn á www.menti.com og skrá inn kóðann 5924 2398 og í framhaldinu birtast spurningar fyrir íbúa til að svara. Við hvetjum íbúa til að skoða kynninguna fyrst og í framhaldinu svara könnuninni. Könnunin verður opin til 12:00  miðvikudaginn 14. júní n.k.

menti ibuar