Stjórnskipulag og fjármál

Liður í verkefninu Vestfirðingar er skipun starfshópa um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Starfshóparnir er samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

 

Starfshópur um stjórnsýslu og fjármál:

Lagt verður mat á stjórnsýsluna eins og hún er í dag og hvaða breytingar eru líklegar komi til sameiningar. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna verður greind og lagt mat á áhrif sameiningar. Þá verða tekjustofnar sveitarfélaganna og forsendur þeirra borin saman. Gerð rekstrar- og efnahagsreiknings fyrir sameinað sveitarféag og áhrif sameiningar metin á framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Tækifæri í stafrænni stjórnsýslu og aukin áhrif íbúa á nærþjónustuverkefni, s.s. heimastjórnir. Viðhaldsþörf eigna og innviða sveitarfélagsins metin sem og fjárfestingarþörf í ofangreindum þáttum á komandi árum.

Minnisblað starfshópsins