Kjörsókn við lokun kjörstaða 27. október

Sameiginleg kjörstjórn vegna kosninga um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur gefið út upplýsingar um kjörsókn við lokun kjörstaða í dag, 27. október. 

Tálknafjarðarhreppur

  • Í Tálknafjarðarhrepp hafa 98 atkvæði verið greidd og eru 200 á kjörskrá. Kjörsókn er því 49%

Vesturbyggð

  • Í Vesturbyggð hafa 221 atkvæði verið greidd og eru 805 á kjörskrá. Kjörsókn er því 27%

 

Íbúar er hvattir til að nýta sér kosningarétt sinn en kjörstaðir verða opnir á eftirtöldum stöðum laugardaginn 28. október. 

Í Tálknafjarðarhrepp verður kosið í einni kjördeild:

  • Tálknafjarðarskóla frá 12:00–18:00

 

Í Vesturbyggð verður kosið í þremur kjördeildum og mæta íbúar á kjörstað í sinni kjördeild.

Kosið verður á eftirfarandi stöðum:

  • Félagsheimilinu Baldurshaga - Bíldudal
  • Félagsheimili Patreksfirðinga - Patreksfirði
  • Félagsheimilinu Birkimel – Barðaströnd