Efni frá íbúafundum

Haldnir voru fimm íbúafundir þar sem kynnt voru drög að stöðugreiningu og forsendum fyrir sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Fundirnir voru haldnir á Barðaströnd, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal ásamt því sem haldinn var fundur sérstaklega fyrir fólk af erlendum uppruna á Tálknafirði. Þegar kynningu lauk bauðst íbúum að taka þátt í vinnustofu þar sem þau gátu komið á framfæri sínu áliti á hugsanlegri sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Samstarfsnefndin mun í framhaldinu vinna úr þeim ábendingum.

Myndir Elínar Elísabetu Einarsdóttur vöktu mikla eftirtekt á fundinum en hún teiknar svokallaðar snarteikningar meðan á fundi stóð. Elín Elísabet fangaði umræður íbúa á stórskemmtilegan hátt og sjá má nokkur dæmi af myndum eftir hana í þessari frétt. Hægt er að sjá allar myndir Elínar Elísubetar frá fundunum hér. 

Í framhaldi af íbúafundum fór samstarfsnefnd yfir stöðugreininguna og forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaganna og uppfærðu gögnin með hliðsjón af ábendingum íbúa. Í framhaldinu skilaði samstarfsnefnd áliti sínu til sveitarstjórna sveitarfélaganna ásamt fylgigögnum. 

Hér má nálgast álit samstarfsnefndar ásamt fylgigögnum:

 

Afhverju íbúafundir?

Sveitarstjórnir leggja áherslu á virka þátttöku og kalla eftir umræðu um tækifæri og áskoranir sem geta falist í sameiningu

Markmið þessa funda er að kynna ferlið framundan og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en vinnan hefst af krafti.