Fréttir

Skýr krafa um jarðgöng

Fulltrúar samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar heimsóttu þingflokka á Alþingi síðasta miðvikudag. Efni fundanna var að fara yfir mikilvægi jarðganga um Mikladal og Hálfdán. Áttu fulltrúarnir gott samtal við þingmenn sem skilja vel kröfur íbúa um jarðgöng og vonandi munu þingmenn hafa það í huga þegar samgönguáætlun kemur til vinnslu og afgreiðslu á næstu mánuðum.

Vinnudagur starfshópa

Á föstudaginn var haldinn vinnudagur starfshópa í Flókalundi í Vatnsfirði. Mikil og góð mæting var á vinnudaginn, en hátt í 50 manns út báðum sveitarfélögum mættu til að ræða framtíðarsýn og núverandi stöðu í sveitarfélögunum. Mikill samhugur og kraftur einkenndi allt starfið á vinnudeginum sem lauk með léttum kvöldverð og góðu spjalli. Í framhaldi af vinnudeginum munu starfshóparnir hittast 1-2 sinnum í viðbót og fullmóta minnisblað sem lagt verður fyrir samstarfsnefnd vegna sameiningarviðræðna.

Ný vefsíða um sameiningarviðræður Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í loftið.

Opnuð hefur verið vefsíða þar sem nálgasat má allar helstu upplýsingar um sameiningarviðræður Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Inn á vefsíðuna munu koma fréttir um framgang viðræðna, myndir frá undirbúningsvinnu auk annara gagna sem lögð verða fram í undirbúningsferlinu.

Skipun í starfshópa

Skipað hefur verið í starfshópa um tilgreinda málaflokka er varða sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Starfshóparnir verða 7 talsins og munu meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Starfshóparnir er samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

Fundargerð frá 1. fundi samstarfsnefndar

1. fundur samstarfsnefndar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var haldinn þann 16. mars. Ýmis mál voru til umræðu en meðal annars var Jón Árnason kjörinn formaður samstarfsnefndar og Lilja Magnúsdóttir varaformaður.

Samstarfsnefnd skipuð um sameiningu sveitarfélagana

Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa skipað samstarfsnefnd sem á að meta áhrif sameiningar og draga upp mynd af því hvernig sameinað sveitarfélag gæti litið út.

Formlegar viðræður hefjast um sameiningu

Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa tekið ákvörðun um að hefja formlegar sameiningarviðræður.