Talning atkvæða í íbúakosningu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar skal fara fram fyrir opnum dyrum svo að almenningi gefist kostur á að vera viðstaddur eftir því sem húsrúm leyfir. Viðstöddum ber að hlíta fyrirmælum kjörstjórnar og starfsfólks hennar á talningarstað. Heimilt er að vísa hverjum þeim af talningarstað sem veldur röskun eða truflun á flokkun eða talningu atkvæða.
Talning atkvæða hefst kl. 20:00 laugardaginn 28. október næstkomandi.