Fréttir

Kosið verður um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október

Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa báðar samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa.

Myndasafn frá íbúafundum

Í upphafi júní voru haldnir fimm íbúafundir og kynnt drög að forsendum fyrir sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Elín Elísabet fangaði andrúmsloftið á ógleymanlegan hátt með skemmtilegum teikningum sem nú eru allar komnar í myndasafn hér á síðunni.

Þín rödd skiptir máli

Samstarfsnefnd hvetur íbúa til að taka þátt í könnun þar sem þau geta komið á framfæri ábendingum um stöðugreiningu og forsendur fyrir sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Velheppnaðir íbúafundir

Í síðustu viku fóru fram fimm íbúafundir í Tálknafjarðarhrepp og Vesturbyggð sem heppnuðust vel og var góð þátttaka íbúa.

Niðurstöður starfshópa

Liður í verkefninu Vestfirðingar er skipun starfshópa um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Starfshóparnir er samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

Íbúafundir vegna sameiningarviðræðna

Boðað er til samráðsfunda með íbúum Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar dagana 6.-8. júní til að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna.