Fréttir

Íbúafundir vegna sameiningarviðræðna

Boðað er til samráðsfunda með íbúum Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar dagana 6.-8. júní til að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna.

Skýr krafa um jarðgöng

Fulltrúar samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar heimsóttu þingflokka á Alþingi síðasta miðvikudag. Efni fundanna var að fara yfir mikilvægi jarðganga um Mikladal og Hálfdán. Áttu fulltrúarnir gott samtal við þingmenn sem skilja vel kröfur íbúa um jarðgöng og vonandi munu þingmenn hafa það í huga þegar samgönguáætlun kemur til vinnslu og afgreiðslu á næstu mánuðum.

Vinnudagur starfshópa

Á föstudaginn var haldinn vinnudagur starfshópa í Flókalundi í Vatnsfirði. Mikil og góð mæting var á vinnudaginn, en hátt í 50 manns út báðum sveitarfélögum mættu til að ræða framtíðarsýn og núverandi stöðu í sveitarfélögunum. Mikill samhugur og kraftur einkenndi allt starfið á vinnudeginum sem lauk með léttum kvöldverð og góðu spjalli. Í framhaldi af vinnudeginum munu starfshóparnir hittast 1-2 sinnum í viðbót og fullmóta minnisblað sem lagt verður fyrir samstarfsnefnd vegna sameiningarviðræðna.