Ný vefsíða um sameiningarviðræður Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í loftið.
29.04.2023
Opnuð hefur verið vefsíða þar sem nálgasat má allar helstu upplýsingar um sameiningarviðræður Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Inn á vefsíðuna munu koma fréttir um framgang viðræðna, myndir frá undirbúningsvinnu auk annara gagna sem lögð verða fram í undirbúningsferlinu.