Fréttir

Skipun í starfshópa

Skipað hefur verið í starfshópa um tilgreinda málaflokka er varða sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Starfshóparnir verða 7 talsins og munu meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Starfshóparnir er samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.

Fundargerð frá 1. fundi samstarfsnefndar

1. fundur samstarfsnefndar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var haldinn þann 16. mars. Ýmis mál voru til umræðu en meðal annars var Jón Árnason kjörinn formaður samstarfsnefndar og Lilja Magnúsdóttir varaformaður.

Samstarfsnefnd skipuð um sameiningu sveitarfélagana

Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa skipað samstarfsnefnd sem á að meta áhrif sameiningar og draga upp mynd af því hvernig sameinað sveitarfélag gæti litið út.