Skipun í starfshópa
29.03.2023
Skipað hefur verið í starfshópa um tilgreinda málaflokka er varða sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Starfshóparnir verða 7 talsins og munu meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Starfshóparnir er samstarfsnefnd til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi.